Deprecated: mysql_connect(): The mysql extension is deprecated and will be removed in the future: use mysqli or PDO instead in /var/www/clients/client450/web1228/web/system/database/mysql.php on line 6
Kaffi er ekki bara kaffi

Hvað er þetta?

Er þetta hér?

Eða þar?

Hvar?

 

Nýjustu ummælin

Kaffi er ekki bara kaffi

Skrifað af: viggo

Hvernig Nespresso kerfið kemur úrvalskaffi í bollann þinn í hvert skipti.

Þó svo tvær gerðir kaffibauna (Arabica og Robusta) séu uppistaða allrar kaffiframleiðslu, þá er kaffi ekki bara kaffi. Það má líkja kaffibaunum við vínþrúgur; það skiptir öllu hvaðan þær koma, hvernig þær eru meðhöndlaðar og unnar. Allt skiptir hér einhverju máli: landið, sólin, regnið, hvernig baunirnar eru týndar, valdar, vatnaðar, þurrkaðar, fluttar, brenndar, blandaðar, malaðar, pakkaðar. Svo þegar að neyslu kemur, þá er það vatnið, hitastigið og þrýstingurinn á því þegar það fer í gegnum kaffiblönduna sem kallar fram lyktina, bragðið og kremuna (cream) í bollann okkar, þetta er langt og viðkvæmt ferli ... en nú er kominn tími til að njóta.

Nespresso (Nestle) hefur hannað aðferð eða kerfi sem gerir mögulegt að ná hámarksgæðum úr kaffi meira en 12 mánuðum eftir að brennsla og mölun hefur farið fram. Kerfið byggir á því að ný möluðu kaffi er pakkað í lokað og lofttæmt hylki, sem síðar er sett í sérbyggða kaffivél sem með 19 bara þrýstingi, þrýstir um 90° heitu vatni í gegnum hylkið og opnar þar með á um 900 mismunandi lyktbrigði ný brennds og mallaðs kaffis.

Staðreyndin er sú að óvarið kaffi hrakar mjög hratt eftir að það hefur verið brennt og enn hraðar eftir að það hefur verið malað, brendar baunir þola ekki mikið meira en viku í geymslu (og það hjálpar ekki að frysta þær) og eftir að kaffi hefur verið malað og yfirborð þess margfaldað er þetta spurning um klukkustudur þar til að það er orðið flatt. Raki, loft og ljós eru helstu óvinir kaffisins og hylkin halda þessum öflum frá. 

Kaffihylkin frá Ethical Coffee Company ganga í Nespresso vélar (sjá annmarka hér), munurinn er þó sá að ECC hylkin eru úr plöntutrefjum og sterkju og eru því lífræn, Nespresso hylki eru hins vegar gerð úr áli ... munurinn á niðurbroti þessara hylkja eru um 150 - 200 ár; ECC hylkin brotna niður á 180 dögum eða svo, en ál hylkið á um 150 árum eða meir.